Færslur í janúar 2005

« desember 2004 | Forsíða | febrúar 2005 »

Laugardagur 1. janúar 2005

Gleðilegt ár 2005

wAram7.JPG

Ég óska öllum innilega gleðilegs árs og friðar sem hingað ratar inn. Þakka öllum sem hafa orðið á vegi mínum á síðasta ári og hlakka til samstarfsins á þessu nýja ári.

Fleiri myndir eru í albúminu mínu af flugeldum í kvöld.

kl. |Ljósmyndun || Álit (3)

Sunnudagur 2. janúar 2005

Hrafnhildur Lára á leið á jólaball


HLH tilbúin á jólaball
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Miðvikudagur 5. janúar 2005

Jarðskjálfti

Það er langt síðan ég hef fundið jarðskjálfta en nú kom hann, staðsettur fyrir austan Grímsey 5 á Richterkvarða. hér er lýsingin á honum og síðan mynd á korti hvar hann er. Frábær þjónusta hjá Veðurstofu Íslands að geta séð um leið hvar skjálftinn var og hversu stór.

kl. |Tilveran || Álit (7)

Mánudagur 10. janúar 2005

Ægilegar afleiðingar

Ég var að skoða gervihnattamyndir af áhrifum tsunami flóðbylgjunnar í Asíu. Það er enganvegin hægt að setja sig í spor þeirra sem fyrir þessum ægilegu hamförum urðu. Enn og aftur erum við minnt á ægikrafta náttúrunnar sem hirða ekkert um hvar fólk hefur sett sig niður. Verði hamfarir á mjög þéttbýlum svæðum eru afleiðingarnar ægilegar!

kl. |Tilveran || Álit (1)

Mánudagur 10. janúar 2005

Skype er æði

Ég hef lengi haft Skype forritið inn á vélinni hjá mér en aldrei notað það fyrr en í dag. Í Kidlink fór fólk að tala um forritið og notendanöfnin og ég prófaði. Fyrst við Tryggva og síðan Epi í Puerto Rico og þar á eftir Ora í Jerúsalem. Þetta eru ótrúleg hljóðgæði og bráðmerkilegt að tala við fólk svona hinumegin á hnettinum í afbragðs gæðum! Tja og ef þið viljið bæta mér á Skype símanúmeralistann hjá ykkur þá er notendanafnið mitt þar lastef ;-)

kl. |Kidlink / UT || Álit (2)

Miðvikudagur 12. janúar 2005

Á leið á BETT

Þá er maður kominn á fætur fyrir allar aldir til að fara í útlandið. Nú er ferðinni heitið á BETT ráðstefnuna í London. Þessa ráðstefnu hafa Íslendingar verið duglegir að sækja en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer. Vonandi verður þar eitthvað skemmtilegt að læra og ég geti skrifað um það hér. Síðan er spurning hvort það sé ekki hægt að gera eitthvað meira skemmtilegt í London;-)

kl. |Ferðalög / UT || Álit (0)

Miðvikudagur 12. janúar 2005

Frá BETT


BETT sýningin er sannarlega viðamikil og áhugaverð!
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |UT || Álit (2)

Fimmtudagur 13. janúar 2005

Sissa og Björn frá Hug


Menntagáttarliðið frá Hug.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |UT || Álit (0)

Föstudagur 14. janúar 2005

Frá BETT


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |UT || Álit (0)

Föstudagur 14. janúar 2005

Mynd frá BETT


Mikið er um að vera á Bett
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |UT || Álit (0)

Föstudagur 14. janúar 2005

Á BETT

Nog er ad sja a BETT af doti fyrir upplysingataekni i skolum (fyrirgefid engin islenska). Mest er um graejur og dot en lika af vefumhverfi sem ymislegt skemmtilegt er ad finna. Her er nokkud af thvi sem eg er buin ad sja.

Continue reading "Á BETT" »

kl. |UT || Álit (2)

Föstudagur 14. janúar 2005

Meira fra BETT

Her er fleira dot: Media Education WalesTaeki til kvikmyndatoku og blondunar fyrir nemendur og skola. Mjog snidugt hvad gert er i thvi. TextMine Sendir SMS i sima foreldra thegar nemendur maeta ekki i skolann, minna menn a o.fl. Ekki osvipad thvi og vid vorum ad skoda lausnir a i samstarfi vid Hex

Continue reading "Meira fra BETT" »

kl. |UT || Álit (0)

Þriðjudagur 18. janúar 2005

Hópvefir

Nú er sífellt að færast í aukana að kennarar séu að setja upp hópvefi fyrir nemendur og nýta til þess Hexia vefdagbókarkerfið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu mjöguleikarnir eru miklir og hversu vefsíðugerð öll verður einfaldari á allan hátt. Áður fór talsverður tími í vefsíðugerð nemenda í alskyns faggreinum en nú er hægt að búa vefsíðu til á nokkrum mínútum, senda á hana með tölvupósti, af vef eða úr síma og margir nemendur geta unnið á sömu vefsíðuna. Ég varð mjög glöð þegar fyrirtækið sem ég vinn hjá "Þekking" gerði samning við Hex hugbúnað um þjónustu við skóla við þennan búnað og ég hlakka mjög til að fást við það viðfangsefni.

kl. |Menntun / Um blogg || Álit (5)

Miðvikudagur 19. janúar 2005

Helmut og Fríða í FÁ


Í FÁ
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Vinnan || Álit (0)

Miðvikudagur 19. janúar 2005

Í MH með Gerði enskukennara


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Vinnan || Álit (0)

Miðvikudagur 19. janúar 2005

Det stor Husmorstigespillet

Anne-Tove Vestfossen grafískur listamaður í Noregi gerði skemmtilegt listaverk sem er svipað og "snake & ladders" um störf húsmóðurinnar. Myndin var keypt af Norsk kulturråd árið 1984 og ég hef plakat bæði heima og heiman. Ég hef fáein plaköt til sölu á 1000 krónur ef einhver vill. Sendið mér bara póst. Ef þið eruð sunnan heiða þá er ég með þau með mér - nokkur þeirra árituð. Þau eru bæði til í svarthvítu sem og lit (bleikum).

kl. |Kidlink / Ymislegt || Álit (5)

Fimmtudagur 20. janúar 2005

Í Grundarfirði


Snjór í Grundarfirði
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Vinnan || Álit (0)

Þriðjudagur 25. janúar 2005

Fjarstýringar og lóðasamningur

Ég er með lóðasamning við vinkonu mína sem þýðir að þegar einhver af hennar þriggja eðaltíkum er lóða þá tek ég rakkann sem er orðinn hálfsárs og kominn með hvolpavit á tíkum. Sá stutti er hinsvegar ekki alltaf sáttur og brast á með að naga í tætlur fjarstýringuna á Karaokee DVD spilaranum mínum. Það gengur auðvitað ekki svo ég fór í BT til að fá nýja fjarstýringu, þá urðu hlutirnir frekar skrýtnir.

Continue reading "Fjarstýringar og lóðasamningur" »

kl. |Tilveran || Álit (1)

Föstudagur 28. janúar 2005

Um framsóknarkonur

Ég skrifaði í dag pistil inn á síðu Samfylkingarinnar á Akureyri um togstreitu í liði Framsóknarkvenna. Ég varð hissa þegar kvennabaráttan varð öflug í flokknum og jafnframt ánægð því ég tel mikilvægt að konur í stjórnmálum berjist fyrir sínu. Í gær var hinsvegar ákveðið skref tekið til að berja niður þetta frumkvæði og gæta þess að þar hefðu konur sig hægar. Ég er fegin að vera í flokki þar sem staða stjórnmálakvenna er það besta sem gerist í stjórnmálum á Íslandi í dag, yfir því getum við verið stolt.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 28. janúar 2005

Akureyri og stjórnmál

Undanfarið hafa stjórnmál og alþingismenn verið í brennidepli hér á Akureyri. Mönnum svíður staða stærstu byggðar utan höfuðborgar og koma með hugmyndir til að leysa þá stöðu. Þekktust er öflug barátta Ragnar Sverrissonar sem var kjörinn maður ársins af báðum staðarfjölmiðlunum þ.e. Aksjón og Vikudegi. Þau komu fyrst og fremst vegna hins frábæra verkefnis "Akureyri í öndvegi" sem er það alsnjallasta sem ég hef séð í þeirri viðleitni manna til að styrkja Akureyri. Við sjálf berum mikla ábyrgð á hvernig okkur vegnar. En hvaða mál eru það sem eru í brennidepli fyrir okkur Akureyringa? Við erum ekki eyland heldur hluti samfélags sem stendur sterkar saman en sundrað.

Continue reading "Akureyri og stjórnmál" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 28. janúar 2005

Mikið að gera;-)

Ég var skömmuð fyrir skort á innleggjum, bara eitt innlegg í vikunni þar til í dag. Ein ástæðan hefur verið sú að annasamt hefur verið í vinnunni og síðan var ég að búa til síðu fyrir Össur Skarphéðinsson ásamt Hex hugbúnaði. Ferlega góð síða sem hann er harla lukkulegur með (já og ég líka þessar Hexía græjur eru tæknilegar unaðssemdir). Einnig er vorönn að hefjast í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem ég fjarkenni dálítið og stór stjórnmáladagur framundan á morgun hér á Akureyri. Ég hef líka skrifað meira um pólitík inn á heimasíðu Samfylkingarinnar á Akureyri heldur en hér inn en sýnist að ég sleppi ekkert undan því;)

kl. |Frétt || Álit (2)

Laugardagur 29. janúar 2005

Opinn fundur á Akureyri

Nú stendur yfir opinn stjórnmálafundur Samfylkingarinnar á Akureyri og fullt hús, reikna má með að hér séu um 100 manns. Einar Már opnaði fundinn og ræddi stöðuna hann ræddi m.a. flugvallarmálið og stöðu landsbyggðarinnar. Ég hélt ræðu hér áðan og ræddi flugvallarmálið sem ég hef rætt áður, stöðu Háskólans á Akureyri og margt fleira. Kristján L. Möller kom á eftir og ítrekaði það sem hann hefur bent oft á áður að landsbyggðin situr ekki við sama borð þegar kemur að skattamálum. Nú er Össur Skarphéðinsson í pontu. því miður komst Ingibjörg Sólrún ekki vegna þess að flug féll niður frá Reykjavík.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 29. janúar 2005

Samfylkingarfundur á Akureyri


Fjölmennur fundur
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 31. janúar 2005

Námskeið um klasa

Ég er nú á námskeiði um klasa, hvernig er hægt að virkja þá og hvaða árangri er hægt að ná fram með því að koma þeim á t.d. hér á Akureyri eða við Eyjafjörð. Kennarinn er frá Nýja Sjálandi, Ifor Ffowcs-Williams sem hefur mikla reynslu af slíkum hlutum. Námskeiðið er haldið á vegum verkefnisins "Vaxtasamningur Eyjafjarðar" sem er mjög spennandi að sjá hvernig mun virka og hverju það fær áorkað.

Hér er ítarefni um klasa ef áhugi er fyrir hendi.

kl. |Frétt || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.